<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 05, 2004

GÆSAHÚÐ: Pixies til Íslands í maí! 

Ný skyndilega, eftir langa þögn sé ég ástæðu til að blogga því Pixies eru að koma til landsins!!!!!!!!!! Hamingjan hefur gripið mig heljartökum og ég er byrjaður að leita eftir tjaldi til að tjalda fyrir utan miðasöluna hálfum mánuði áður en byrjað verður að selja miða!!!

Bandaríska rokkhljómsveitin Pixies er að koma saman aftur og mun halda tónleika hér á Íslandi þann 26. maí í Kaplakrika. Hljómsveitin var stofnuð í Boston árið 1986 og starfaði til ársins 1992 en hefur nú komið saman á ný og fer í tónleikaferð um Bandaríkin í apríl.
Hljómsveitin gaf út fimm breiðskífur á árunum frá 1987 til 1991 og árið 2003 valdi tónlistartímaritið NME plötuna Doolittle sem aðra bestu poppplötu allra tíma.

Pixies fer í tónleikaferð í Bandaríkjunum í apríl og maí og leikur m.a. á tónlistarhátíðinni í Coachella Valley í Kalíforníu ásamt Radiohead og Kraftverk. Að því loknu fer hljómsveitin til Evrópu og verða fyrstu tónleikarnir hér á landi þann 26. maí.

Það er tónleikafélagið Hr. Örlygur sem flytur Pixies inn. Samkvæmt sérstökum óskum Pixies mun Ghostigital hita upp.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?