<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 25, 2004

dorrit lifi!!!!!! (og ég meina það) 

Dorrit Moussaief, forsetafrú, sýndi mikilvægt fordæmi fyrir stuttu þegar hún lýsti skoðunum sínum á stjórnarháttum í Ísrael.

getur einhver sagt mér af hverju í andsk. það er ekki hægt að downlóda kók og prins af netinu???? 


föstudagur, janúar 16, 2004

____________ 

Bíllinn var orðinn einn af fjölskyldunni og hann átti sitt eigið herbergi, rétt einsog aðrir fjölskyldumeðlimir. Húsbóndinn velti því meira að segja fyrir sér hvort hætt ætti að gera hurð úr svefnherbergisganginum og inní bílskúrinn, herbergi bílsins.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Að hanna óþarfa hlut  

Á morgun ætla ég að byrja að kenna sköpun hluta og hugsana. hinir lánsömu verða nemendur úr hönnunarbraut iðnskólans í hafnarfirði.

fyrsta verkefni þeirra verður að hanna óþarfa hlut (a piece of no practical use).

dæmi: kafbátur, án vélar, sem getur verið í mörg ár neðansjávar og berst með hafstraumunum.

annað dæmi um óþarfa hlut: kúla sem inniheldur hljóðnema og radíósendi.
önnur kúla sem inniheldur hátalara. nemur hljóðið frá hinni.
báðar kúlurnar ganga manna á milli. enginn má hafa þær í meira en hálftíma. ferðalag kúlnanna um jörðina...samband manneskjanna sem halda á kúlunum.

þriðja dæmið um óþarfa hlut: Ljós sem lýsir upp herbergi sem enginn er í.

..................hlutir sem ekki er endilega virði sem hlutur en virði sem hugsun.

Nú hlakka ég til að sjá ykkar hugmyndir í shout-outinu !This page is powered by Blogger. Isn't yours?