<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

statement (af gefnu tilefni) 

fólk sem fer til útlanda kaupir gjarnan ódýrar eftirlíkingar af þekktum hönnunarmerkjum. það fer í taugarnar á mér. þó ekki vegna merkjasnobbs. mér finnst svo sem ekki skipta máli hver framleiðir ákveðna vöru ef hönnunin er góð. en það að fólk skuli kaupa eitthvað DRASL fyrst og fremst vegna þess að það sést ritað d&g á það fer í mig. ó,já.


statementið (það sem allir hafa beðið eftir): ég vill heldur eiga ekta drasl en falsað merki.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

icy spicy 

tékkið á vef leoncie og deilið uppáhalds setningum hennar með okkur á shout-outinu.

þetta er snilldarlesning en nokkuð löng þó.....-en hverrar mínútu virði!

þegar storminn hefur lægt - batman is back 

eins og alþjóð veit hefur allt verið brjálað undanfarna daga vegna "jólabónuss" forsvarsmanna kaupþings-búnaðarbanka. stór orð hafa fallið um þessa ólýsanlegu græðgi. ég er sammála þeim gagnrýnisröddum. ég fékk meira að segja smá múgæsingsfíling og langaði að kasta molatov kokteilum að aðalútibúi búnaðarbankans þegar davíð oddsson lýsti því yfir (hint hint) að hann ætlaði að hætta viðskiptum við bankann. hugsaði "yeah, davíð! -þú ert (loksins) minn maður!!" en svo fór ég að hugsa um allar sætu stelpurnar sem vinna þar og eru alltaf svo liðlegar við mig, blikka mig, gefa mér ókeypis brjóstsykur, hækka yfirdráttinn og gefa krökkunum sparibauka. þá fór ég að átta mig á því að þó að davíð hefði gert eitthvað sem mér þótti pínu töff þá var það mjög óábyrgt af honum sem forsætisráðherra að efna til múgæsings gegn fyrirtæki hér í bæ. það er nefnilega þannig að það er fullt af fólki sem á hagsmuna að gæta í bankanum. fólk sem hefur ekki gert neitt rangt (vá....þetta er svo pólitískt rétthugsandi að ég hlýt að eiga sænskan langafa eða eitthvað...). maður í hans stöðu á að vera meira prófessjónal en þetta. davíð fékk samt plús þegar á heildina er litið. einfaldlega vegna þess að hann er smá saman að verða vinstrisinnaðasti stjórnmálamaður landsins og hann hefur sagt hinu einkarekna auðvaldi stríð á hendur,- barninu sínu. nei, davíð oddson hefur snúið aftur í gervi batman. hann á í krossför gegn óréttlætinu og veit að hann má gera skandal því hann fer að hætta. hans verður minnst vegna þessa. það er gott og blessað og ég styð hann í því (já, viti menn). en kæri davíð (ef þú lest þetta) hugsaðu þig tvisvar um eða teldu amk uppá tíu (fingur beggja handa) áður en þú gefur út yfirlýsingar.

sigurður einarsson, formaður stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka segist hafa svo góðan skilning á markaðnum að hann eigi skilið þessar fjárhæðir. ég tel að með því að hafa ekki séð fyrir viðbrögð almennings og ráðamanna hafi hann afsannað eigið mál. ótrúlegt að þessi "klári" karl hafi ekki getað sagt sér að svona færi. þetta var ekki bara siðleysi heldur léleg stjórnun og skilningur á markaðnum.

í framhaldi af þessu vill ég upplýsa að ég hef tekið við formennsku húsfélagsins að brávallagötu 12 auk þess sem ég mun gegna starfi upplýsingafulltrúa. er ég sannfærður um að þessi stöðuveiting mun greiða leið mína upp á við í "samfélagi hinna réttlátu" (davíð 3.12).


þriðjudagur, nóvember 25, 2003

úps...(maður spyr sig.... - og þig) 

hefur þú, kæri lesandi,í hugsunarleysi, smakkað franska kartöflu af diski hjá ókunnugri manneskju á skyndibitastað?

föstudagur, nóvember 21, 2003

ég held/I think/jeg tror/Ich glaube (alþjóðastjórnmál á persónulegan hátt) 

árið nítjánhundruðáttatíuogtvö (1982) þegar ég var að verða átta ára stóð heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (lesist fótbolta) á spáni sem hæst. ég minnist sérstaklega úrslitaleiksins, þar sem þjóðverjar mættu ítölum. að þessu tilefni sagði mamma mér frá helförinni. mér fannst þetta hræðilegt og lagði fæð á þjóðverja í mörg ár á eftir, þó liðin væru meira en fjörtíu ár frá lokum heimstyrjaldarinnar. ég gladdist mjög þegar ítalir unnu þennan leik (en mig minnir að brúnó kontí hafi skorað í þessum leik, en það er allt önnur saga).

undanfarin ár hefur mér gramist mjög framkoma ísreala í palestínu. í mínum litla rökheimi er það sem þeir hafa verið að gera ekki ósvipað því sem þeir þurftu sjálfir að þola í heimsstyrjöldinni....þó vissulega sé stigsmunur þar á. ísraelar virðast álíta sem svo að þeir hafi fengið sjálfkrafa friðhelgi vegna þeirra voðaverka sem gyðingar þurftu að þola í heimsstyrjöldinni. að þeir hafi rétt, í biturleika sínum gagnvart umheiminum, til að gera hvað sem er.

í samviskubiti sínu gagnvart gyðingum gáfu vesturveldin ísraelum land (sem þeir höfðu engan rétt á að gefa). ísraelar létu ekki litla putta nægja og hafa í nafni trúarinnar ásælst sífelt stærri svæði af palestínu (gjarnan frjósömustu svæðin) og nú er svo komið að palestínumenn búa í ghettóum, ekki ólík þeim sem gyðingum var smalað í í seinni heimsstyrjöldinni. sagan endurtekur sig en nú eru gyðingar í hlutverki nasista.

ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að samtök gyðinga furða sig á auknu gyðingahatri í evrópu. krefjast þess að evrópuríki fái ekki að koma nærri sáttaumleitunum fyrir botni miðjarðarhafs (hljómar alveg eins og fréttaskýrandi er þaggi???) einfaldlega vegna þess að evrópuríki eru ekki sátt við hegðun ísraela. sagan endurtekur sig og maður byrjar að spyrja sig af hverju. af hverju hefa gyðingar í gegnum tíðina verið svona óvinsælir. ég hef ekkert svar við því. hugsanlega getgátur sem ég ætla ekki að viðra hér. en ég held að samtök gyðinga ættu að taka sig í alvarlega naflaskoðun. kannski verða þeir að hætta að hugsa að þeir geti einfaldlega gert hvað sem er á kostnað samviskubit vesturlandabúa og byrjað að hugsa eins og góðir grannar gera. taka tillit til umheimsins, hversu bitrir sem þeir eru (sem þeir hafa svo sem rétt til að vera en biturleiki má ekki verða að hefð). það eru nú liðin nærri sextíu ár frá lokum heimsstyrjaldarinnar og þær kynslóðir palestínumanna sem nú búa á þessu svæði komu þar hvergi nærri.

fyrir þá sem nú munu saka mig um kynþáttahatur þá hefur þetta að mínu mati ekkert með kynþátt að gera heldur afar slæma og hrokafulla framkomu. af henni hlýtur maður að dæma aðra en ekki kynþætti.

peace

mánudagur, nóvember 17, 2003

minnisvarði um stað II 

leiðbeiningar hér

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

auglýsingavæl.... 

hemmi gunn og linda p sem fóru erlendis vegna þess að þau voru orðin svo þreytt á því að vera alltaf í sviðsljósinu eru nú á fullu í öllum fjölmiðlum. linda p var víst í fólk hjá sirrý í gær og fór að væla krókódílatárum vegna barsmíða í fyrra hjónabandi. ég held að þegar liðin eru mörg ár og maður er búin að ræða málin við vini, sálfræðinga og skrifa bók um sína upplifun að maður geti haldið aftur af sér í sjónvarpinu. spyrðu mig þá var þetta bara auglýsingabrella. held hún sé að gera eigin eymd að féþúfu. en ég er líka kaldur og tilfinningalaus karlugla. ef einhver ætlar að fara að kaupa ævisögu fyrir jólin, þá mundi ég mælast til þess að fólk keypti ævisöguna hans beckhams. hann hefur miklu meiri þörf fyrir pening en linda.

nú er jólavertíðin byrjuð greinilega byrjuð. hún byrjaði í gær með auglýsingavæli og nýju kreditkortatímabili. það er gott að fólk sé orðið sammála um hvenær hún byrjar. það hefur nefnilega verið svoldið á reiki hvort miða skuli við jólasveinana, fyrsa nóv, fyrsta des eða hvað. héðan í frá hefst jólaundirbúningur þegar nýtt kreditkortatímabil byrjar í nóvember, þeas 12.nóv. úfff...glad that's out of the way!!!


miðvikudagur, nóvember 12, 2003

úr daglega lífinu 

1) blessuð börnin, salvar og diljá, voru að kíta um það í morgun hvort væri fljótara að klæða sig. diljá sagðist bara vera eina mínútu að klæða sig. salvar svaraði kotroskinn: "ég er bara tvær mínútur!". þetta minnti mig á lítla bernsku upplifun (memories...). stóri bróðir ætlaði að plata mig til að fara útí sjoppu fyrir sig og ég var eitthvað tregur til þess. þá tók hann á það ráð að múta mér. hann bauð mér hlut í gömlum handbolta sem hann átti og ég hafði haft augastað á. hann bauð mér einn þriðja hlut úr boltanum. ég, gamli prúttarinn, ætlaði að láta bróður minn gera enn betur við mig og fór fram á einn fjórða úr boltanum. tilboð sem hann samþykkti glottandi.

nú vitum við af hverju ég greiddi teppin í marokko of háu verði.

2)ólafur, skráningartöflumaður, var í heimsókn áðan. hann sagði litla skondna sögu. hún ku vera sönn og hafa gerst á akureyri fyrir nokkrum árum. maður nokkur keypti hús af byggingarverktaka en var óánægður með frágang lóðarinnar. hann benti réttilega á að á teikningunni af húsinu væru tré og runnar teiknaðir og í kaupsamningum stóð "skvmt teikningu". maðurinn fór í mál við verktakann og vann málið. verktakinn var óánægður með málalyktir og þótti karlinn hafa farið illa með sig. hann náði því í gamalt bílhræ og dömpaði á bílastæði karlsins, enda hafði líka verið bíll í innkeyrslunni á teikningunni...

3) minni alla unnendur íslensks arfs á ókindarkvöld í iðnó á morgun

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

RABARBUR  

Skornar rabarbur til sølu fyri 20 kr. kg.
Tlf. 448173/218173

föstudagur, nóvember 07, 2003

myndin okkar guðrúnar e magnúsdóttur.... 


fór áðan og keypti útsaumaða mynd í gylltum ramma í forngripaverslun/skranbúð hér í bæ: skær blóm á svörtum bakgrunnni í ramma. stærð á að giska 50x40cm. myndin angar af pípureyk og aftan á myndinni er nafnið Guðrún E Magnúsdóttir ritað með illa ydduðum blýanti. veit ekki hvort hún bjó til myndina eða hvort hún átti hana. býst samt frekar við því að hún hafi búið hana til. setið yfir henni í marga daga. kannski hlustað á útvarpið á meðan? af rammanum og frágangi hans að dæma er myndin nokkuð gömul. Fletti guðrúnu upp í íslendingabók og svona tengjumst við:

Jón Oddsson Sigríður Jónsdóttir
23. febrúar 1816 - 2. desember 1894 26. september 1817 - 25. janúar 1908


Oddur Jónsson 1842 - 1913 Þóra Jónsdóttir 1850 - 1892
Sigurður Oddsson 1874 - 1942 Kristín Jósefsdóttir 1878 - 1966
Málfríður Andrea Sigurðardóttir 1923 Guðrún Hólmfríður Magnúsdóttir 1905 - 1989
Sigurður Harðarson 1946 Magnús Þórðarson 1925
Jóhann Sigurðsson 1974 Guðrún E Magnúsdóttir 1948

ætla að labba heim og fá mér eitthvað að snæða á meðan ég dáist að fínu myndinni minni.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003

WEEK-END DANSISKEIÐ  

í Havn við Anna-Kristin av Tvøroyri 7.-8.11.03 Børn, ung, vaksin, pør & støk. Enskur dansur, Rockn roll, linjudansur o.a. Ringið á 221824 eftir kl. 17 og fáið meira at vita. Dansa verður eitt vikuskifti um mánaðin.
Tlf. 221824 eftir kl. 17

er ræktaður skógur mannvirki? 


mánudagur, nóvember 03, 2003

kviðmágar.is 

var í afmælisteiti hjá thellu, vinkonu minni, á laugardag. þar átti ég ansi langt og gott kreatívt brainstorm með kærasta hennar og fyrrverandi bekkjarbróður, nathani. við höfum ákveðið að stofna vefinn kvidmagar.is. í ljósi þess að við íslendingar höfum gífurlegan áhuga á ættfræði og öllum innbyrðis tengslum okkar teljum við að áhugi væri fyrir að fólk geti komist að því hvernig það tengist hinum og þessum á þessum þjóðfélagsþegnum kviðböndum. reyndar er ekki ólíklegt að flestir íslendingar tengist kviðböndum......séu kviðmenningar. uppbyggingin á vefnum verður sennilega svipuð í íslendingabók. þegar upplýsingaöflun lýkur á að vera hægt að sjá hvað maður tengist hinum og þessum í gegnum marga "kviðliði". ekki er ólíklegt fólk eigi eftir að fletta upp kviðtengslum sínum við vini og kunningja og svo auðvitað við þjóðþekkta íslendinga (ja og hugsanlega erlenda íslandsvini?!)

maður spyr sig því, lesandi góður: hvað skyldi ég tengjast þér í gegnum marga kviðliði??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?