<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 27, 2003

............INTE BRA 

svaf yfir mig í morgun. ætti nú að vera á fyrirlestri um aðbúnað og öryggi. ég anga af ilmvatni (takk fyrir gusuna anna!) og er með hjúmongus sogblett á hálsinum eftir flöskustútinn á sirkus. inte bra! ég verð langflottastur þegar ég geng inn í tímann á eftir, angandi af ilmvatni í blómaskyrtu og með sogblett. ú,yeah!


BRA 

hélt í gærkvöldi fyrsta matarboðið á brávallagötunni. ég bauð önnu birnu, vinkonu minni, og regínu vinkonu hennar (sem nú hlýtur eiginlega að teljast vinkona mín líka). eftir að hafa hlaupið útum allan bæ og hoppað ofan í alla kassa tókst mér nokkurnvegin að finna nauðsynleg áhöld og efnivið fyrir "eggaldin í essinu sínu" ala jói (þeas m rósmarín..) með pasta, bagettu og fersku hrásalati (m feta). við borðuðum ekki fyrr en að verða tíu en þá voru þær náttúrulega orðnar augafullar og svo var anna kvefuð í þokkabót....þannig að í raun hefði ég kannski sloppið með ora fiskibollur úr dós því hún fann hvort eð er ekkert bragð. hún var nú samt sæt í sér og hrósaði áferðinni. á milli aðalréttar og eftirréttar fórum við í zoolander fyrirsætuleik með digital myndavélinni minni. held að við bruni höfum verið flottastir (með fullri virðingu stelpur). eftir banansplitt um miðnætti þeystum við svo á sirkus og þar var gaman, ó-já. þar fórum við, ásamt fleirum, m.a. í "flöskustút" með gsm símanum mínum og gengum fram af okkur og öðrum....well of course!

krakkalakkarnir koma seint í kvöld frá spánarlandinu. er því að fara að vinna í að klára herbergið þeirra fyrir morgundaginn. þau eru búin að vera heartbreaking í símtölum síðustu tvo daga því þau sakna pabba síns svo mikið (það er ég!). þannig á morgun og næstu daga verð ég súper-pabbi.....þó svo að salvar hefði fílað það enn betur ef ég væri spæder-pabbi....

fimmtudagur, september 25, 2003

piparsveinninn 

ég neyddist til að kaupa mér nýjan gsm síma í fyrradag. með í kaupunum fékk ég tíu bíómiða. datt í hug að setja af stað minn eigin bachelor leik. tíu bíómiðar þýða fimm bíódeit. þannig að nú lýsi ég eftir 5 kvk þáttakendum til að taka þátt í "leiknum um jóa". spurning er samt náttúrulega hvort ég verði að fara með öllum á sömu myndina (þannig að allar standi jafnt að vígi) eða hvort það sé hluti af ferlinu að þær velji myndina. ættu þær ekki að borga poppið og kókið??? maður spyr sig!?

hvað finnst ykkur??

miðvikudagur, september 24, 2003

Belle & Sebastian 

if they follow you it's not your money that they're after boy, it's you!!

fjölbýlishús 

Kristinn á efri hæðinni var húðskammaður af tælensku konunni sinni í morgun fyrir eitthvað sem ég veit ekki hvað var. hef mikið verið að spá í hvort hann hafi átt það skilið. hvað haldið þið?

þriðjudagur, september 23, 2003

jói, bruni og börnin og 80 ár ömmu lenu 

jæja, þá erum við bruni fluttir inn og um helgina koma krakkarnir frá spáni og þá verður bláeygða fjölskyldan sameinuð á brvgt 12. það á eftir að gera ansi mikið í íbúðinni en það eru skemmtilegustu hlutirnir. að innrétta og "bulla" í íbúðinni. það er þó komin svipur á hana.

sambúðin með bruna gengur mjög vel og svaf hann á koddanum hjá mér í nótt. held reyndar að hann sé hundur í kattarlíkama...tja eða kind því hann jarmar en mjálmar ekki.

amma lena (einnig nefnd amma á sigló) varð áttræð á sunnudag. það var svaka veisla haldin henni til heiðurs. dagurinn byrjaði reyndar þannig að fjölskyldan safnaðist saman fyrir utan hjá henni klukkan níu um morguninn og söng afmælissöng henni til heiðurs. sumir fengu örlítil tár í augun. um kvöldið var svo mjög flott veisla með nógu af veigum og skemmtiatriðum. tróð ég upp þar og sagði söguna af því þegar ég fann stóra rauða peru (háfjallasól) inní skáp hjá ömmu og fór í sólbað inná skrifstofu hjá afa. ég sólaði mig í 20 mínútur með risastór 70s sólsgleraugu. ber að nefna í þessu samhengi að eðlilegur tími í svona lampa eru 2 mín. ég var laaaang flottastur að loknum þessum 20 mín! með risastórt far eftir sólgleraugun. skaðbrenndur. þurfti því að ganga með þessi hjúmongus sólgleraugu í tvær vikur. cool! ég var búinn að rekonstrúera söguna með meiki og sólgleraugu, sem ég tók svo ofan í sögulok við mikla kátínu (amk þeirra sem þekktu söguna) viðstaddra. eins gott að hún notaði ekki brúnkukrem við að endurskapa þetta...það hefði verið meiriháttar deja-vú....

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AMMA LENA!!!! (því hún er svo dugleg að lesa bloggið mitt...)

EINNIG: til hamingju með afmælið elli og takk fyrir hjálpina á afmælisdaginn þinn!

sunnudagur, september 21, 2003

mísli garteinn 

sá áðan hluta úr rassasleikjuþættinum hans gísla marteins. þar sleikti hann rassa og fræga fólkið sleikti rassana á hvort öðru og á gísla. hrein rassasleikingarorgía.

af hverju er enginn með svona viðtalsþátt þar sem bara er venjulegt, ófrægt fólk; trillukarlinn, strætóbílstjórann, hjúkkuna osfrv. held að það væri miklu áhugaverðara að gægjast inni lif venjlegs fólks en að vera stöðugt að skoða innræktun "fræga" fólksins.

vitiði hvað væri the ultimate rassasleikingarþáttur?? vala matt, gísli marteinn og friðrik weiss es nicht. þrekantur í lagi!

laugardagur, september 20, 2003

tvær ofurlitlar upplifanir 

1) karlinn á hæðinni fyrir ofan mig á tælenska(?) konu. í gærkvöldi var greinilega partý hjá "félagi karla sem eiga tælenskar konur" en ég hitti hersingu af miðaldra karlmönnum með ungar tælenskar konur sér við hlið í stigaganginum. öll greinilega voðalega hamingjusöm. áttaði mig á því hverskonar partý þetta var þegar ég heyrði elvis lög sungin með skrækróma tælenskum hreim ! :) þær sáu greinilega algjörlega um sönginn. lagavalið var snilld. þetta voru elvis lög og gömul madonnu lög. ég skemmti mér konunglega við að lakka stofuhurðina í háglansandi hvítu olíulakki við þeirra söng :)

2) rétt í þessu sat ég á salerninu í kjallaranum (ekki í frásögur færandi) en það er (fyrir þá sem ekki vita) staðsett við kjallarainnganginn. glugginn var opinn. byrja svo að heyra söng drengs í fjarska sem nálgast óðfluga. var hann að syngja klámvísu hástöfum. heyri ég að blaði (kom síðar í ljós að þetta var fréttablaðið) er stungið innum bréfalúguna (nei, þetta er ekki myndlíking). svo fjarlægist drengurinn og söngur hans aftur en ég sit einn eftir "í mínum þungu þönkum" en með bros á vör :)

GÓÐA HELGI

föstudagur, september 19, 2003

að stoppa upp 

mér finnst það glæpur gagnvart sögunni að taka t.d. borðstofuborð sem hefur verið í fjölskyldu í mörg ár og pússa það upp, þannig að öll höggin/marið í borðplötunni afmást. pússa sögu borðsins og sögu fjölskyldunnar (eða þeirra sem hafa snætt eða unnið við það) við borðið. það sama á við um marga gamla hluti sem líta út eins og þeir líta út vegna sögu sinnar. ef þessi hlutur er svo pússaður upp, gerður einsog nýr er hann í raun bara orðin kópía af sjálfum sér.

lög um húsafriðun á íslandi eru mjög ströng. ef gera á upp gamalt timburhús skal það gert upp á þann hátt sem er næstur upprunaleikanum. skiptir þá litlu máli hvernig húsið hefur breyst í áratugana rás (hér tölum við í áratugum en erlendis gjarnan í öldum). megineinkenni þessara húsa er að þeim er viðhaldið miðað við tækni hvers tíma. svo fer húsafriðunarnefnd fram á að klukkunni sé snúið tilbaka og húsið stoppað upp og fryst á ákveðnum tíma. svo skal húsið lifa það sem eftir lítandi út eins og það gerði t.d. 1930 bara vegna þess að til er mynd af húsinu frá þeim tíma. þetta finnst mér alrangt. auðvitað eru öfgarnar í hina áttina líka slæmar. en ég lít sem svo á að hús eigi líf og þroskasögu, líkt og dýr. það eldist og að lokum deyr það. það á ekki að frysta þau í tíma og rúmi.

ég hef spáð svoldið í þetta með tísku og tíma undanfarið á tímaferðalagi mínu í gegnum málningarlög brávallagötu 12. ég tók þann pól í hæðina að reyna ekki að láta hlutina líta út eins og nýja. auðvitað hef ég reynt að feta einhvern meðalveg. stundum þarf einfaldlega að skipta út lúnum hlutum. en ég spartsla ekki yfir hvert mar á hurðum og körmum. og þegar stórt stykki féll úr einum veggnum sem ég var að eiga við og innvolsi veggjarins blasti við og hvert málningarlagið á fætur öðru til dagsins í dag heilsaði mér, ákvað ég að þetta væri fallegt. fallegt vegna þess að þetta var ferðalag í gegnum vegg hússins. frá fyrstu raflögn, steypu og málningarlagi til 09.11.2003 þegar síðasta málningarlagið var málað.


miðvikudagur, september 17, 2003

tíska og tími 

ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart tísku. til að útskýra mál mitt mun ég taka öfgarnar fyrir: mér finnst tíska vera eh fyrir fólk sem hefur ekki nægt identitet til að geta skapað sér sína eigin mynd útá við. í raun "instant identity". tíska er sölutæki til að sannfæra fólk um að það sem það gengur í sé orðið úrelt og til þess að vera aksepterað verði það að kaupa nýtt. einnota kúltúrinn orðinn allsráðandi. með tísku er líftími fata styttur og veltu fataskápsins hraðað. fólk verður fangi tískunnar. ef við förum útí húsatísku þá einkennist hún oft af prjáli sem hefur ekkert með húsið að gera, heldur er eh punt sem hefur engan tilgang nema að auka á hégóma hússins.

á hinn bóginn er tíska mjög mikilvægur minnisvarði um tíma (manifest). hús er t.d. efnisleg mynd af því samfélagi sem við búum í hverju sinni og það sama má á vissan hátt segja um fatatísku þó svo að fötin endi ofan í kofforti (dúkka hugsanlega upp síðar) en sjást þó í samtímaritum og bíómyndum. þetta gerir það að verkum að hægt er að setja tímann í samhengi. það mundi skapa tímalega tilvistarkreppu ef hver tími ætti ekki sín einkenni (identitet). eins og í sumum tungumálum þar sem hvorki þátíð né framtíð er til. það er gífurlega mikils virði að geta gengið igegnum borg (samfélag) og skynjað um leið sögu þess.

kannski er málið að tískan í dag er gengin útí markaðsfræðilega öfgar. kannski er tískulega veltan orðin svo hröð að hvert tímabil nær ekki lengur að setja mark sitt á samfélagið til lengri tíma. svipað og barn sem nær ekki að lesa textann á sjónvarpsskjánum sem er gerir samtalið sjónrænt.

maður spyr sig.

þriðjudagur, september 16, 2003

fyrsti apríl!!!! (???????) 

íslenskt raunveruleikasjónvarp er meðal þess sem boðið verður upp á á skjá tveimur, sem mun hefja útsendingar 1. október nk.

sjónvarpsþættirnir sem fengið hafa nafngiftina "viva las vegas", eru íslensk útgáfa af bachelor þáttunum vinsælu. "við höfum fengið sex fallegar og vel gefnar íslenskar stúlkur til liðs við okkur við gerð þessara þátta, en meiningin er að þær haldi ásamt myndatökuliði til spilaborgarinnar las vegas í nóvembermánuði með það að markmiði að ná sér í huggulega, skemmtilega, ríka, ameríska karlmenn til að giftast, helst í ferðinni (...).
morgunblaðið, sunnudagur 14.09.2003

ég er orðlaus ( )

Á MORGUN: 

mun ég ræða tískuna sem tímavél. hugsið málið.
skila hérmeð kveðju frá einari

mánudagur, september 15, 2003

jói (hinn lifandi) 

það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið við að mála að lagfæra á brávallagötunni. ýmsir hafa lagt hönd á plóginn; sigga og krakkarnir komu og máluðu barnaherbergið, einar (minn kæri) eyddi ófáum kvöldum í síðustu viku við að mála það sem undir rúlluna bar og hann pabbi minn (sá myndarmaður) hefur verið óþreytandi við að pússa, grunna, spartsla,pússa og mála gluggakistur og lista. er svo komið núna að Það fer að sjá fyrir endann á málningarvinnunni, þó að enn sé töluvert í land með að "jóa upp" íbúðina.

á föstudag fórum við einar svo í hið árlega útgáfuhóf auglýsingastofunnar fíton en þar vinnur hún halla vinkona okkar. tilefnið var útgáfa sjálfsauglýsingarrits fítons FI006229. snilldarblað þar sem starfsmenn stofunnar koma m.a. með uppástungur af merki íslensku krónunnar (ala dollar, pund og yen) og hugmyndir af nýjum ópalpakka. sýnir á mjög skemmtilegan hátt hvernig hinir mismunandi starfsmenn hugsa. mjög góð auglýsing halla! ég endaði náttúrulega auga-fullur eftir óteljandi bjóra og snittur. í kjölfarið fann ég upp ráð til þess að geta farið margar ferðir í hlaðborðið án þess að fólk taki sérstaklega eftir því ("vá, hvað er þessi eiginlega búin að fara margar ferðir?!"). maður mætir einfaldlega skeggjaður (með bartskera og rakvél í vasa), í úlpu, peysu og bol (og að sjálfsögðu buxum) og svo breytir maður kombinasjóninni; snyrtir skeggið, breytir hárgreiðslunni, fer í úlpuna undir bolinn. rakar sig ögn meira, fer úr úlpunni osfrv. jawohl....and we can go OOON and on! ég endaði svo á því að "krassja" í sófanum í vinnunni. ber reyndar að nefna að áður en ég sofnaði bankaði mellulega konan af neðri hæðinni og bað mig um að passa helvítis púðluna sína (sem gelti bara og reyndi að bíta mig)...ég missti náttúrulega útúr mér (á það til þegar ég er í glasi): "hva, ertu með kúnna?"

vaknaði hálf níu á laugardagsmorgun til að fara á löggildingarnámskeið arkitekta. hlustaði draugþunnur á reglugerðir og upptalningu staðla frá níu til fjögur! þetta var mesta kvöld sem ég hef lent í. af hverju segir amnesty ekki neitt við því sem er að gerast rétt við þröskuldinn (sem by the way má ekki vera hærri en 5cm úr viðurkenndu efni úr flokki 3) hjá sér. það virðist vera fullkomlega í lagi að norrænir borgarar séu píntaðir alla föstudaga og laugardaga í þrjár vikur og þurfa svo að taka próf í því!!

á laugardag fór ég í sushi partý hjá unni, vinkonu minni, ásamt fullt fullt af skemmtilegu fólki (smakkaði reyndar líka kjöt af cobru sem smakkaðist svipað og hamborgarhryggur). tilefnið var að HOD var með tónleika (fyrir byrjendur og lengra komna) og voru þeir að sjálfsögðu líka á staðnum. tónleikarnir fóru svo fram á kaffe kúltúr (alþjóðahúsinu) og voru auðvitað gargandi snilld eins og venjulega. þeir neituðu þó þessu sinni að spila final countdown, derrick themesong og lagið úr hildi (dönskukennsla). þegar ég var búinn að týna lyklunum mínum og fá mer einn hlölla fór ég svo heim óvenju snemma, annan daginn í röð. í gær var svo flutt og málað með hjálp hödda bró....
sem er sko engin fló

bruggað fyrir eigin líkvöku 

í noregi þótti engin húskveðja/kistulagning vera skammlaus nema brennivín væri á boðstólnum enda nefndist hún á norsku gravøl. þar kom einatt fyrir að byrjað væri að brugga á meðan sá sjúki lá enn fyrir dauðanum (typisk norsk) og stundum sá hann jafnvel sjálfur um þann hluta eigin útfarar ef hann vildi t.d. tryggja að vínið yrði nægilega sterkt.

föstudagur, september 12, 2003

maður deyr við eigin líkvöku 

læknar í argentínu hafa staðfest að carlos gonzales valencia, 94 ára gamall argentínumaður sem úrskurðaður hafði verið látinn um helgina, hafi í raun ekki látist fyrr en við eigin líkvöku í fyrradag (...).
DV 11.09.03

...sjaldan er ein báran stök

fimmtudagur, september 11, 2003

gengið aftur I 

í vikebygd í noregi var til siðs í skilja eftir lausa fjöl í gafli timburhúsa til þess að hægt væri að flytja líkið þar út. þjóðtrúin segir að ef lík gengur aftur komi það sömu leið til baka. þess vegna mátti ekki nota útidyrahurð eða glugga. svipað var uppá teningnum hérlendis. til að koma í veg fyrir afturgöngur hérlendis var ýmislegt gert. t.d. var gluggum eða hurðum sem farið var út um stundum komið öfugt fyrir á sínum stað á ný og stöku sinnum var jafnvel gengið svo langt að rofnir voru veggir og kistunni komið þar út. þá voru fætur hins látna ávallt bornar út á undan en samkvæmt þjóðtrúnni þótti vissara að gera það svo hann gæti ekki seð aftur fyrir sig og ratað þannig sömu leið til baka. hugsunin með þessu öllu var sú að hin afturgengi ræki sig á vegginn og þurfa við það frá að hverfa því ekki var önnur leið fær inn en sú sem út var farið. þegar út var komið var algeng að snúa kistunni nokkra hringi og ganga með hana í kringum húsið og ganga svo krókaleið til greftrunar. allt til að vill aum fyrir hinum látna. í þjóðsögum jóns árnasonar er að finna fjöldamörg ráð til sem notast mátti við svo hinn látni gengi ekki aftur. eitt þeirra fólst í því að reka oddhvassar nálar eða nagla í iljar hins látna. þetta kom í veg fyrir að líkið gangi aftur því það væri einfaldlega of sársaukafullt! þessi siður tíðkaðist víða um heim. í finnlandi, danmörku og þýskalandi þekktist einnig að binda saman stórutær þess látna og jafnvel binda saman ermarnar á líkklæðum svo hinn afturgengni næði ekki að slá frá sér. ætla má að hugsunin að baki sumra þessara aðgerða hafi ekki aðeins verið tengd óttanum við afturgöngur heldur einnig því að koma í veg fyrir kviksetningu. hugsanlegt er að líkvakan sem tíðkaðist hér á öldum áður hafi jafnvel verið liður í því.

næst segi ég frá því af hverju fólk var talið ganga til baka

heimildir: silje beite løken, íslandsvinur og katla kjartansdóttir, þjóðfræðingur.

miðvikudagur, september 10, 2003

ath 

señor snillingur

að bíta lík 

hér á landi þótti það gott ráð gegn brjóstsviða að bíta lík og er af því komið orðið nábítur.

í þýskalandi voru börn látin bíta í vinstri stóru tá líks eða rétt fyrir ofan vinstra auga þess til að vinna gegn líkhræðslu.

(tekið uppúr ba rigerð kötlu kjartansdóttur í þjóðfræði, 2001. ótrúlega áhugaverð lesning. fáið meira á næstunni!)

þriðjudagur, september 09, 2003

hot spring river this blog? 

SNILLLD!

http://intertran.tranexp.com/Translate/result.shtml

mánudagur, september 08, 2003

silly speedy animals 

í tiger er hægt að kaupa rafdrifin svín: "silly speedy animals". þau fást í tveimur litum; bleiku og fjólubláu. á pakkningunum er stungið uppá því að fólk útbúi hlaupabraut fyrir þau og láti þau keppa sín á milli. mér finnst þetta frábær hugmynd og getur eflaust orðið hin besta skemmtun, tala nú ekki um ef bakkus hleypur með. hægt að setja á fót veðbanka, hvort sem áfengi eða peningar er gjaldmiðillinn.

silly speedy animal (svín): 200kr (batterí fylgja ekki)

sunnudagur, september 07, 2003

ljón 

þetta er góður dagur til að kaupa á listaverkum og gjöfum handa þér og þínum nánustu. þér er ekkert að vanbúnaði.
(stjörnuspá mbl. sunnudagur 7.sept)

ÁN þess að hafa vitað þetta fór ég í kolaportið og keypti málverkið fallega af vatnajökli sem ég sagði ykkur frá síðustu helgi. karlinn var ekki búinn að skera neðan af henni eins og hann var búinn að hóta! verð: trúnaðarmál.

tilviljun? .....varla


laugardagur, september 06, 2003

lítur þú til beggja hliða áður en þú gengur yfir einstefnugötu? 


föstudagur, september 05, 2003

ein ástæða til að flytja til danmerkur:

Billig sprut om en måned: þann fyrsta október lækka gjöld á áfengi í danmörku. þetta þýðir að gjöld pr líter af hreinum vínanda lækka úr 275 dkr niður í 131dkr.

ein ástæða fyrir að flytja ekki til suður kóreu:

loðna í tísku: í kóreu eru í tísku að láta græða á sig skapahár. suðurkóreumönnum finnst loðnan vera kynæsandi og tákn um frjósemi....
fyrir þá sem eru að spá í hvaðan hárið komi sem sé grætt á, get ég upplýst ykkur um það að uppbyggingin á höfuðhári og skapahári á asíubúum eru mjög lík og því nota þeir einfaldlega hár af höfði sínu....JÁ, AUÐVITAÐ!

þarna mundi kolbeinn kafteinn hitta ömmu sína....
tékkið á þessu...

http://go.vg.no/cgi-bin/go.cgi/tips/http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=74910

fimmtudagur, september 04, 2003

Ég varð vitni að kraftaverki í dag! Í morgun voru teppin hans Berta öskugrá á litinn. Í dag varð annað að rauðu axminster-teppi,, en hitt að bláu wilton-teppi. þau hanga nú bæði úti á snúru til þerris. við erum búin að skrúbba öll gólf og þvo húsgögnin með efni sem drepur sveppagróður. pandóra tók niður gluggatjöldin, en þau molnuðu í höndunum á henni áður en hún gat komið þeim í sápuvatn. berti hefur setið´hjá í sólstól og horft á í allan dag og gerir ekkert annað en að nöldra. hann sér enga ástæðu til þessa uppistands.

hvað er áhugavert við að búa í skít?!

miðvikudagur, september 03, 2003

Drottinn blessi heimilið á 38.500kr (án vsk) 

hef fengið tilboð í að láta búa til "drottinn blessi heimilið" í bláum neonstöfum (blátt, því drottinn er strákur). margir vilja meina að það sé guðlast. ég er ekki trúaður en vill samt síður brenna eh brýr að baki mér...ef ské kynni...vill ekki brenna í helvíti sko. hvað finnst ykkur??
vill þakka snillingnum sem setti "pósturinn páll" inná talhólfið mitt!! *koss*

Postmann Pat ,Postmann Pat
med sin svarte og hvite katt.
Alltid tidlig ute
på sin postmanns rute
har han all posten med seg i sin sekk.

Tímaferðalag 

ferðaðist í tíma í gær. ferðaðist alveg tilbaka til sjöunda áratugarins með því að pússa mig i gegnum málningarlög á dyrakarmi sem skilur að stofurnar mínar tvær. fannst svoldið gaman að hugsa til þess hver hefði málað viðkomandi lag: hvítt, ljósbleikt, gulbrúnt, brúnt. hvað var að gerast þegar viðkomandi lag var málað osfrv. var eitthvað lag málað 13.11.97?eitt veit ég þó 02.09.03 er hvítur grunnur málaður af föður mínum og 03.09.03 verður sennilega háglans hvítt lakk.

finnst svona tímaferðalög annars ansi spennandi. vann oft með það sem þema í skólanum og nú síðast fyrir fornleifastofnun (ásamt olgu) síðasta sumar. ótrúlega skrítin tilfinning að sjá jarðlögin, staðfesting hvers tíma, ofan á hvort öðru. tíminn gerður ótrúlega snertanlegur...fýsískur. svipað og dagblaðabúnki þar sem elsta blaðið er neðst og svo sett nýtt dagblað ofan á á hverjum degi. í evrópu nota fornleifafræðingar heklugos sem tímamæli því að vitað er með nokkurri vissu hvenær hekla hefur gosið (á sögulegum tíma) og því hægt að tímasetja söguleg jarðlög útfrá hinum dökku öskulögum heklugosa.

þriðjudagur, september 02, 2003

Koyrdu ávirkaðir  

Tveir bilførarar vórðu tiknir fyri at koyra ov skjótt í Havn og ávirkaðir av rúsdrekka
(gamli góði sósíalurinn)

...ótrúlegt hvað gamall bjór getur gert.....

B.F. 13.11.97 

13.11.97: ég er 23ja ára. 13.11.97: ég er á öðru ári í arkitektaskólanum í bergen. jólafrí farið að nálgast. ég er nýkominn frá svíþjóð þar sem ég var í workshop í "barfootakademien" (berfættra-akademían). vinn að verkefninu "den andre" með asbjörn andreasen myndhöggvara. 13.11.97. ég bý á skivebakken 38b í bergen. ég er nýbúinn að kaupa mér 200mhz tölvu. 13.11.97: tölvugúrúar bíða eftir að hið byltingarkennda win98 komi á markað. 13.11.97: uppbygging hinna nýju hverfa í kópavogi er að byrja. 13.11.97: höddi bróðir var ekki búinn að útskrifast úr dýralæknaskólanum. 13.11.97: ekki svo ýkja langt síðan fyrsti maðurinn lenti á tunglinu. 13.11.97: díana er ný-dáin í hræðilegu bílslysi. 13.11.97: rúmlega ár síðan óli grís varð forseti. 13.11.97: face off var frumsýnd í usa fyrir sex dögum. GI jane frumsýnd tveimur dögum síðar (fleiri myndir frá 97 á: http://www.sjacob.org/films/1997/ ) 13.11.97 átti að vera búið að drekka EGILS GULL bjórinn sem ég fann í kjallaranum heima og ég drakk þegar ég var að spartsla íbúðina mína í gærkvöldi. vona að ég haldi sjóninni.

ps: einar, takk fyrir hjálpina í gær!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?