<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 31, 2003

DROTTINN BLESSI HEIMILIР

jæja þá er ég loksins búinn að fá íbúðina mína! tók við henni í dagsljósi í dag. hún hafði minnkað umtalsvert frá því að ég skoðaði hana og ég skil núna af hverju hún var bara lýst upp með kertaljósi þegar ég skoðaði hana sl desember. en hey....nokkrir lítrar af málningu, smá hugmyndaflug og þetta verður jóaleg íbúð! hlakka til....jei!!

gærkvöldið var fíaskó að því leyti að auglýst dagskrá á kaffi kúltúre fór ekki fram. skamm skamm skamm! þrjúhundruð refsistig fyrir þetta muhrad! hitti samt olgu, vinkonu og vini hennar. komst aldrei í stuð því ég sofnaði rétt áður en ég fór útá lífið og var hálf vankaður.

var að koma úr kolaportinu. gerði enn eina tilraunina til að finna bróderað "drottinn blessi heimilið" í ramma til að setja á nýja heimili mitt. ég leitaði í dyrum og dyngjum án þess að finna það sem ég leitaði að. ÉG LÝSI ÞVÍ EFTIR "DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ" ÚTSAUMI...EINHVER, EINHVER??

fann samt laxaflugur sem ég get nælt í jakka.....-en það er nýjasta jóa-trendið, jawohl! sá píanó sem mér leist rosalega vel á en tjeddlingin sem var að selja það vildi fá 90þús kall fyrir það...fannst það svoldið mikið (enda ein fölsk nóta....er það ekki amk mínus 20þús??). sá svo klikkkkkaðislega flott málverk sem ég reyndi að næla í. 80 ára gömul panóramamynd af vatnajökli í gömlum og snjáðum, gylltum tréramma. karlinn sem var við básinn var hins vegar ekki viss hvað hann ætlaði að gera við það, hvort hann mundi selja það eða ekki. talaði meira að segja um að hann langaði að skera neðsta hluta málverksins af því honum fannst litirnir þar (skær-mosa-grænn) ekki nógu fallegir...en hann var hins vegar mjög sáttur við litinn á jöklinum og fannst að jökulbláminn mundi njóta sín betur ef hann mundi skera þennan neðsta hluta af. ÞORSKHAUS!!! hann sagðist ætla að vera búinn að ákveða það næstu helgi hvort hann mundi selja það. nú krossa ég fingurna og vona að hann eigi ekki dúkahníf... en af hverju var karlinn með þessa mynd þarna uppi ef hann ætlaði ekki að selja hana?! bara til að pirra mig?? (ja, maður spyr sig!).

mæli annars með markaðnum sem er bakvið sirkus á föstu- og laugardögum. keypti þar rauðan hest sem getur dansað þegar ég var á föstudagsröltinu eftir vinnu (...á föstudag...). allskonar sniðugt dót, föt og nytjaleysa.


laugardagur, ágúst 30, 2003

disloungical 

caffe KÚLTÚRE presents disloungical coctail party (&) disfunctional art. í kvöld. byrjar kl 23 og ókeypis inn! gaman gaman

föstudagur, ágúst 29, 2003

tónlist helgarinnar:

señor coconut (frááááábær partýdiskur..salsa útgáfa af kraftwerk osfr....)

...hélt við einar ætluðum í bíó i kvöld með vodkapelann (eins og í gamladaga). blöndum í kók (eins og í gamladaga), á hetjumynd (eins og í gamladaga). það hefði verið snilld. svo hefði einar byrjað að vaða um gangana gargandi fullur (eins og í gamladaga). EEEEEEN einar þurfti náttúrulega að svíkja mig og fara í sumarbústaðaferð. c'mon, hvað varð um gamldaga?!

...svo bauð maría mér miða á Pablo Fransisco í kvöld......en ég hugsaði málið náttúrulega of lengi og missti af honum. hugsa að ég horfi bara á eh breskt samfélagsdrama í kvöld á rúv. verður bara því skemmtilegra á morgun!! jííííí!!!!

er búinn að kaupa fullt af sniðugu dóti í fóu feykirófu, sem er að hætta :( ...ma litla gullfiska úr gúmmí sem sprauta vatni (gott á djammið!!!) og kveðjufiðrildi handa ragnheiði sem var svo góð að gera smørrebrød og segja svo margar skemmtilegar sögur í sumar :)smørrebrød 

hún ragnHEIÐUR (sommerfugl) á stofunni er að hætta í dag og halda til århus. ragnheiður, sem fór í húsmæðraskólann áður en hún byrjaði í arkitektúr, mætti í morgun í röndóttri svuntu (rauð og hvít) með fullan bakka af dönsku smørrebrød og tuborg. svona eiga tjeddlingar að vera! ætti að vera skylda að senda stelpur í húsmæðraskólann. þá er líka hægt að nýta krafta þeirra á meðan þær horfa á stelpuþættina sína í sjónvarpinu og láta þær prjóna, hekla og stoppa í sokka. kannski er það þetta sem þarf til að koma í veg fyrir að heimur versnandi fari?! TAKK RAGNHEIÐUR, ÞÚ GAFST MÉR TRÚ Á KVENKYN!

ég þakka góðar hugmyndir um þema fyrir grímu-innflutningspartýið mitt! haldið endilega áfram að nota "shout out-ið" ...svo þurfum við að kjósa um bestu hugmyndina :)

...á meðan ég man:

Nýjar rannsóknir sýna að kryddjurtin salvía bætir minni manna en jurtin hefur um aldir verið nýtt í alþýðulækningum gegn kvillum í höfði og heila. ég fer þá og skila helvítis skrifborðinu, þó það sé fallegt!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

kæru manneskjur, mig vantar hugmyndir að þema fyrir grímu-innflutningspartýið mitt sem verður vonandi eftir c.a. hálfan mánuð!!! tikk-takk!
fyrirsögn af handahófi úr sósialnum:

MADONNA SKRIVAR FØROYSKT
við einar fórum á tónleikana með åsa rydman á gauknum í gær. góður bjór. góóður bjór (...)

djöfull er SATAN annars spooky. sá þátt í gær á tv og hann er víst að láta fólk framkvæma allskonar geðveiki. úfff!
nú eru samt allir að tala um KABARETT SATAN. hvað er þetta með hann?!

"Are we fooling ourselves if we blame our problems on the devil? Or are we being spiritually naive if we don't? Does our Christian faith require us to believe in a real, unseen enemy whose aggressive strategy is to keep us from loving and trusting Christ?"

.....ja, maður spyr sig

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

weird (II) 

hugsaðu hvað það er skrýtið að þú skulir vera til. af holdi og blóði, rétt eins og fólkið í sjónvarpinu.
.
.
.
.
.
.
..
.
.
.
..
.
.
.
.
.
.
.
.
.

.
..
.
.
.
....komstu í vímu af eigin sjálfsvitund?
...annars: tónleikar í kvöld: sænska söngkonan åsa rydman heldur tónleika á gauknum í kvöld kl 22
meira: http://mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?cid=100&nid=1046661

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Færeyska smáauglýsing vikunnar (úr sósíalnum)

ÓKEYPIS MOLD
Mold fæst ókeypis í Hoyvík við at avheinta hana.
Tlf. 322200 (landsnúmerið í færeyjum er 29)

SMOKE PAINTING (ONO)

Light a canvas or any finished painting with a cigarette at any time for any length of time.
See the smoke movement.
The painting ends when the whole canvas or
painting is gone.
ég var alltaf með frekjuskarð en það hvarf svo þegar ég byrjaði að fá endajaxla fyrir c.a. fjórum árum.

mánudagur, ágúst 25, 2003

rakaði mig í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur núna á föstudag (og snyrti púnghárin). Var farinn að bíða eftir að einhver spurði hvort ég hefði verið að borða rækjur eða hvort cheerios væri einfaldlega holt eða hvort það líka flott. En þvílíkt babyface sem ég varð ...ole gunnar solskjær auðveldlega getað litið út fyrir að vera pabbi minn!

heyrði ótrúlega auglýsingu fyrir helgi. Það var verið að auglýsa skrifborð og í auglýsingunni var sagt að það væri auðveldara með að muna ef maður lærði við fallegt skrifborð. Ég man ekki eftir að hafa heyrt aðra eins vitleysu! ...-but then again þá átti ég aldrei fallegt skrifborð! (kannski er ástæðan fyrir tefflon minninu mínu fundin?)

við einar fórum og áttum hádegisfund á föstudag...ætluðum að taka okkur mat á vegamótum ala tradisjónin en allt fullt þar þannig að við enduðum á hlölla. Ég fékk mér eh flesk-bát, nema að það var ekki arða af kjöti....100% fita di fatale!. Einar vildi vita hvort það væri fiskimjölslykt af kjötinu. Ég sagðist ekki hafa smakkað fiskimjöl. Þá sagði hann þessi fleygu orð um svínarækt sem mér munu aldrei úr minni detta svo lengi sem ég man (...og þó var ekki fallegt skrifborð fyrir framan mig!) "það er náttúrulega bara verið að umbreyta loðnu í svín". Nokkuð til í því...


ANNARS
frábær helgi. Ég safnaði fullt af vildarpúnktum og var bannfærður af pólsku réttrúnaðarkirkjunni. fór svo og fagnaði merkisáfanga með dodda vini mínum og fjölskyldu hans á sunnudag en hann hélt stærsta eins árs afmæli sem ég hef komið í.. ó, jájá

----------------------------------------------------

það er úttekt í bleiku og bláu á stöðum í miðbænum þar sem hægt er gera það. áhættustaðall fylgir: 5 mest áhætta, 1 minnst áhætt

Nauthóll 4 , Austurbæjarskólaportið 2, bílastæði ríkislögrelglustjóra við skúlagötu 21 - 2, Klósettið í perlunni 1, sólfarið við sæbrautina 4, fyrir utan háskóla íslands 4 ,hallgrímskirkjuturn, 2 verst það kostar 300 kall inn.....tjöldin hjá bsí 3, flugskýlin við reykjavíkur flugvöll 3

reynslusögur anyone??!

föstudagur, ágúst 22, 2003

....annars er sumarbústaðarferð í kvöld....vín, víf og góður matur.....- hlakka til!! og á morgun er ég að taka pólskan arkitektanema útá lífið. hún er að spá í að verða nunna og ganga í eh pólska systrareglu hér á íslandi (grínlaust!)....-sjáum til með það.....

........í dag, þann 22. ágúst 2003 

fann ég mitt fyrsta gráa hár á vanganum (rétt framan við hægra eyra). set það óneitanlega í samhengi við atvikið með skuggann af ljósastaurnum...

..........undarlegt (weird) 

var að keyra sæbrautina í morgun í vesturátt. skuggar ljósastauranna féllu frá sólu....-að mestu því ég get svarið það að skuggi eins staursins féll á móti sólu. hvað ætli það tákni?????

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Er tú bangin skal tú ikki fara avstað

-Bangin? Eg veit ikki. Um ein er bangin, so skal man ikki fara avstað.

(tekið uppúr...-og úr samhengi úr færeyskri frétt. fannst eitthvað við þetta)

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

MINNISMERKI UM STAÐ (kvart fermeter af landi)
4x0,25m2 gipsafsteypur.
(leiðbeiningar um framkvæmd)

búðu til ramma úr tré 50x50cm. finndu stað sem þig langar að kanna. leggðu rammann á jörðina og helltu fljótandi gipsi ofan í (ásamt járnvírum til styrkingar). þetta er afsteypa af staðnum. skrifaðu niður hnit staðarins og tíma.

endurtaktu fjórum sinnum en láttu líða eh daga eða vikur á milli. skrifaðu alltaf niður tímann.

þetta er saga staðarins á þessum fjóru tímapunktum. hefur hann breyst?


þriðjudagur, ágúst 19, 2003

LOKSINS SEGIR EINHVER EITTHVAÐ!!

GET EKKI ORÐA BUNDIST VEGNA ÞESSARAR HVALVEIÐIUMRÆÐU! ....ég er í raun á móti hvalveiðum en finnst fólk orðið full viðkvæmt fyrir þessum dýrum. það er búið að búa til eitthvað BAMBA ÍKON úr hvölum. þetta eru orðin algjörlega heilög dýr og það virðist vera jafn mikill glæpur að drepa hval eins og að taka krúttlega bangsa barnsins síns og setja hann í moulinexinn fyrir framan nefið á því og hlæja tryllingslega. hreinasta grimmd! já, ég er í raun á móti hvalveiðum en finnst rangt og hreinlega hræsni þegar að líf hvals er orðið verðmætara en líf hreindýrs...ja eða katta sem er lógað í hundruða tali og raun að ástæðulausu því ekki nýtum við kjötið eða feldinn af þeim! á að fara að setja verðmiða á líf hinna ýmsu tegunda. hver ákveður í hvaða verðklassa líf hverrar tegundar fer???

hins vegar finnst mér þessi vísindaveiði rök alveg útí hött og bara átylla fyrir veiðum og það sjá allir í gegnum þau. það mun enginn græða neitt á þessu (nema kannski örfáir skipperar) og þetta mun skapa neikvæða ímynd fyrir ísland....-en það er einu sinni þannig að við lifum í heimi þar sem maður verður að taka tillit til annara og við litlu íslendingar getum ekki alltaf gert ráð fyrir að allir taki tillit til okkar endalaust en ekki gefið neitt á móti.

já ég er á móti hvalveiðum


....eitthvað vesen á shout outinu undanfarið. margir búnir að kvarta (sem þýðir að einhverjir lesa!). reynið endilega síðar...PLÍS!

mánudagur, ágúst 18, 2003

LÝST ER EFTIR SMS-I sem skilaði sér ekki í hendur rétts viðtakanda aðfaranótt sl sunnudags (mjöög neyðarlegt!). það byrjaði á þessa leið: "stend við hliðina á bróður þínum á barnum..."

finnandi vinsamlegast sendi e-póst á mig (joi_sig@hotmail.com), fundarlaun!
....annars
menningarnótt afstaðin. margir kílómetrar gengnir og margar hugsanir og handlingar skoðaðar. ekki sem verst! var ekki virkur þáttakandi í menningarnóttinni að þessu sinni eins og síðast nema að ég segi sem svo að ég hafi verið gjörningur í tíma og rúmi. ætlaði ekki að meika það af stað á djammið á laugardagskvöld sökum þreytu. en viti menn...ég kom mér af stað og var ferðinni fyrst heitið á sirkusinn minn en þar var röðin amk þrisvar sinnum rúmmál hússins. þannig að ég byrjaði og endaði á 22 (með viðkomu á ölstofunni og ...þjóðleikhúskjallaranum)

oft hef ég verið spurður hvort það sé ekki rosalega fín pick-up lína að vera arkitekt. segist ekki hafa tekið neitt sérstaklega eftir því en þó ber að nefna að ég hef reyndar ekkert verið að flagga því neitt. á 22 kom stelpa að mér og byrjaði að tala við mig (mjög sæt stelpa, -flamenco dansari). eftir stutt spjall spurði hún hvað ég gerði og ég sagði henni eins og var að ég væri arkitekt. ég hef aldrei séð þvílík viðbrögð....hún fór ekki leynt með þau...hún ætlaði mig lifandi að gleypa! greinilegt að þjóðsagan um glamúr líf og ríkidæmi arkitektsins lifir enn. hún veit greinilega ekki að arkitektar eru útúrstressaðir, fátækir og með allskonar komplexa. samt spurning að notfæra sér þennan misskilning og láta reglustigku, teiknipenna og sirkil stingast uppúr jakkavasanum á næsta djammi (...).

ágætt djamm, sérstaklega málfræðilega.....- og allý....þína skál!

salvar andri átti annars krúttlegustu setningu helgarinnar: "pabbi, úr hverju eru lamadýr búin til úr?"

föstudagur, ágúst 15, 2003

HOLLRÁÐ TIL HINNA BLYGÐUNARSÖMU: ef þér þykir óþægilegt að segja TYPPI, því ekki að prófa að nota orðið PENIS í staðin?

===========================================
linda og bjarni eru best, þau voru að gefa mér ísskáp!!
þau lifi, húrra, húrra, húrra, húrraaaaaa! taaaaakkk!!!

====================================
A blonde girl enters a store that sells curtains. She tells the salesman:

I would like to buy a pink curtain in the size of my computer screen.

The surprised salesman replies: But, madam, computers do not have
curtains....

And the blonde says: Helloooo.... I've got Windows!

...já maður spyr sig...

BACALAO!!!! 

SVONA GERUM VIÐ:

þegar við erum búin að útvatna saltfiskinn vel (hrista af honum mesta vatnið, og þurka) er roð og bein hreinsuð og hann skorinn í ca 5 x 5cm bita. skerið niður góðan slatta af hvítlauk og steinselju. hitið SLATTA! af ólívuolíu á pönnu (pönnuna þarf að vera hægt að setja inní ofn...annars verður að setja fiskinn í ofnfast mót því hann fer inní ofn). setjið fiskinn á pönnuna og steikið þangað til hann verður ljósbrúnn/gylltur. setjið hvítlaukinn útá, slatta af steinselju og c.a. 1/3 ferskan chilli (má sleppa). tómat úr dós helliði yfir allt. pipar eftir þörfum og JAFNVEL salt. hellið úr hvítvínsglasinu sem þið haldið á yfir allt og leyfið að malla i svona tíu mín til korter. takið pönnuna af hellunni og setjið inní ofninn á c.a. 200gráður (og verið svoldið forsjál og kveikið á ofninum í tíma!) í c.a. 20mínútúr. Berið fram með fersku salati, kartöflum, bagettu og hvítvíni. værsgo

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

jæja. ég er búinn að ákveða. búinn að ákveða að þið ætlið að vera góð við maka ykkar á morgun og elda eh gott handa honum/henni. þið vitið að lifið er saltfiskur og ætla ég að láta ykkur elda rosalega einfalda en klikkaðisleg góðan spænskan saltfiskrétt (bacalao) sem ég hef eldað ótal sinnum og klikkar ekki! BYRJIÐ Á ÞVÍ AÐ KAUPA SÓLÞURKAÐAN SALTFISK...fæst í öllum betri fiskibúðum (fæst amk í fiskbúðinni hjá JL húsinu). kaupið c.a. hálft kíló af sólþurkuðum saltfisk og leggið hann í bleyti strax og þið komið heim! og látið liggja í nótt. skiptið á vatninu af og til. TREYSTIÐ MÉR, þið fáið mörg stig á morgun!

þið þurfið einnig: hvítvín (/mysu), ferska steinselju, ólívuolíu,hvítlauk, efni í hrásallat, kartöflur og bagettu. (uppskriftin kemur á morgun!)

ekki hugsa að þið gerið þetta seinna því þá geriði þetta aldrei. KAUPA SALTFISK Í DAG!

Ó, ÞETTA VERÐUR GAMAN!

sólþurkaður saltfiskur er: í flestum tilfellum þorskur sem er saltaður, látinn þroskast og svo lagður til þurkunar á kletta/steinum (þaðan kemur norska orðið yfir saltfisk "klippfisk" (klettafiskur). í dag eru víst yfirleitt notaðir sérstakir þurkofnar. þetta var helsta útflutningsvara okkar í margar aldir en við seldum fiskinn fyrst og fremst til spánar og portúgal (þess vegna fáum við alltaf stig frá portúgal í eurovision...það segir mamma!) en einnig til brasilíu og fleiri landa. það er rík saltfiskhefð í þessum suðrænu löndum og er hann talinn algjört salgæti. þeir eru töluvert frumlegri í matreiðslu hans en við sem borðuðum hann soðinn með kartöflum. hægt er að nota venjulegan saltfisk (þykk stykki) í stað bacalao saltfisksins í mat en hann er lausari í sér við steikingu og það vantar eh smá touch í hann.

saltfiskuppskriftir: http://www.havbruk.no/fishmenu/bacalao/baclo2.html

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

borgaði í stöðumæli fyrir forsetann (hetjusaga) 

forsetinn lætur klippa sig á hárgreiðslustofunni hér fyrir neðan þar sem ég vinn. iðulega leggur bílstjórinn kolólöglega á blá horninu, með flaggað í heila. að þessu sinni lagði hann í bílastæði með stöðumæli, en borgaði ekki. bílstjórinn beið fyrir utan bílinn. ákvað ég að splæsa í stöðumæli fyrir forseta greyið. gekk rakleiðis að stöðumælinum þar sem bílstjóragerpið reyndi að stöðva mig (með handafli). ég lét hann þó ekki standa í vegi fyrir að forsetaembættið standi í skilum við bílastæðasjóð og "þröngvaði'onum inn" (100kall). góðverk eða hortugheit? -ja maður spyr sig. LIFI LÝÐVELDIÐ....(og bílastæðasjóður)
Spurning af vísindavefnum:

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Hörður Lárusson

Svar
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni.


Hjátrú og þjóðtrú tengd kindum (fyrir hollvini íslensku sauðkindarinnar)


Ef bóndi vildi fá hrútlömb átti hann að binda fyrir vinstra eistað á hrútum, en hægra eistað ef hann vildi fá gimbrar. (eins gott að þeir vita þetta ekki í kína. innsk. jói)


Ef fé hnubbaðist mikið í réttunum var von á hörðum vetri
(hvað er að hnubbast?)


Ef kvíaær hrylltu sig í góðu veðri vissi það á rigningu en þegar þær voru rólegar var von á góðu veðri.


Ekki má kyssa lömb, þá bítur tófa þau


Ef maður brýtur fótlegg úr kind fótbrotnar sauðkind sem maður á


Ef maður étur eyrnamark af kindahöfði verður maður þjófur


Það á alltaf að brjóta málbeinið í kindasviðum , annars fæðist mállaust barn á heimilinu


Ef jörð er hvít um fengitíman verða flest lömb hvít, ef jörð er flekkótt verða flest lömbin mislit


Ef norðanátt er um fengitíman verða hrútlömb fleiri en ef sunnanátt er verða gimbrar fleiri

(svoldið mikið að gera í dag...)þriðjudagur, ágúst 12, 2003

jóhanna (boxing girl), vinkona mín, er að fara að selja bílinn sinn:

Toyota Corolla Shumaker 1600 GLI árg 1993 Hvít með stórum rauðum Toyota stöfum aftan á stuðaranum, samlæsing,vetrar og sumardekk,
geislaspilari að verðmæti 50 þús( fjarstýring týnd) :/ Reyklaus og
geðveikislega vel með farin. Smurbók og viðhaldsbók síðan 1967 fylgir

Það sem getur fylgt honum líka :
Leiðinlegir geisladiskar
Framrúða í Ford Bronco ´79
Ryðguð rúðuskafa, góð samt
Rúðuúði komin fram yfir síð. söludaga
Vetrardekk á Fiat Punto '96. mjög slitin en nýtast í Rólur á leikvöll:)
2 stk spurkóla flöskur ( ef einhver er að safna)
4 stk kassettur með miðilsfundum með Þórhalli miðli síðan 1996.
M og M hálfétin poki ( stendur enn fyrir sínu þó )
Snakk með salti, en ídýfan er búin....:/

Verðhugmynd:
5 kassar af San Miguel
3 Lítrar af vodka
Svartar Leðurbuxur nr 36-38
5 karton af Salem sígarettum
lágmark 2000 evrur

nánari upplýsingar á http://www.boxinggirl.blogspot.com//

en ég held samt að þetta sé dulin einkamálaauglýsing....held hún sé að leita sér að rússneskum togarasjómanni ef marka má verðhugmyndina...

"dead men tell no tales".... - fór í gær og sá sjóræningjamyndina með johnny depp. KLIKKAÐISLEGA skemmtileg, hef ekki skemmt mér svona vel í bíó leeengi (enda langt síðan ég fór í bíó). ALGJÖR FEELGOOD MYND. Depp var æði og skilaði sinni "rollu" mjög vel...........-sérstaklega stærðfræðilega séð. ELSKA ÞIG DEPP!

annars: fuglene flyver i flokk
...........................hvis de er mange nok

vorum við að ræða samkynhneigð dýra á stofunni í gær í kjölfar hinsegin daga. það er vitað að karldýr eiga það til að vera samkynhneigð. t.d. er samkynhneigð mjög algeng meðal hrúta (ekki grín). fórum að spá hvort til væru samkynhneigð kvendýr. því spyr ég: hefur einhver séð tvær hryssur í 69 á ferð sinni á leið um landið????

í kjölfar þessara pælinga: THREESOME MED JOHNNY DEPP OG BRAD PITT!!!!

mánudagur, ágúst 11, 2003

dna? 

Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk
með því deyr alheimur
af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku, fávisku.
Sérstakur hlátur deyr og bros á sérstökum
hraða

Fataskápurinn splundrast
líka það er óbætanlegt,
því engir tveir eru eins.
Hjá þeim sem eru ekki duglegir að henda
má lesa sögu sálarinnar af herðatrjánum.

Þegar manneskjan deyr þá deyr með henni
heil hárgreiðsla

og ef það er gömul kona sem dó þá deyr líka
kvenveski lúið
og handtökin við að opna veskið og róta í því.

Steinunn Sigurðardóttir. Hugarástir.

sunnudagur, ágúst 10, 2003

NÝTT LÍF! 

var á gangi í bænum og sá þar heimilislausa eins og sorp um allar götur. VESALINGARNIR. langaði að bjóða þeim að gista hjá mömmu þegar ég er fluttur út...en kunni ekki við það án þess að vera búinn að spyrja hana áður. ég var á siglufirði um daginn og þar var böns af tómum íbúðum. svo er alltaf verið að væla yfir því að það fáist enginn til að vinna á þessum smápleisum. væri ekki hægt að byrja með svona prógram...NÝTT LÍF ÚTÁ LANDI. þar sem þessi heimilislausu grey fá tækifæri til að byrja nýtt líf í nýju umhverfi. þau mundu fá íbúð og vinnu og kannski eh sem mundi líta eftir þeim. í raun bara nútíma hreppaflutningar en rvk mundi bera ábyrgðina á þeim en ekki sveitafélögin. er þetta ekki brilliant hugmynd??

ANNARS 

Rólegheit. við krakkarnir byrjuðum daginn á því að fara í sund í vesturbæjarlauginni. svo gerðum við tilraunir úr TILRAUNABÓK BARNANNA. bjuggum m.a. til báta úr íspinnaprikum sem eru knúnir áfram af sápu...yeah! gærkvöldið fór í rólegheit og bömmer yfir föstudagskvöldinu...hehe. ég horfði á norsku myndina budbringeren (junk mail) og fór svo að sofa fyrir allar aldir. mig langar í bíó í kvöld að sjá sjóræningjamyndina með depparanum....vill einhver vera MEMM?!

VEIT EINHVER HVENÆR ÚTSÖLUNNI Í DEBENHAMS LÝKUR?!
ég held að það sé nauðsynlegt að fækka frídögum kennara eða koma á fót leikjanámskeiðum fyrir fullorðna. eitthvað verða þessi grey að gera í sínum frítíma! mamma fer í debenhams amk þrisvar á dag og kaupir ýmsan "misþarfa" fyrir "ekki neitt!" (ber þó að nefna að ég hef notið góðs af....takk mamma!). spurning hvort þetta sé veiði- eða safnaraeðlið sem þarna stýrir. svo þarf ég að skoða allt sem hún kaupir og hrósa því og bæta við; "það er gefins!". að svo búnu suðar hún í mér að fara niðureftir að kaupa eh misþarfa á "skít á priki" og segist sko alveg nenna að fara með mér. hún á orðið ógrynni af pilsum, peysum, vestum, sápustatívum, klósettburstum, styttum, bollum, körfum og afmælisgjöfum fyrir næstu árin! rauði krossinn á eftir að verða himinlifandi eftir nokkra mánuði! NEYSLUSAMFÉLAG MY ASS! það er nokkuð greinilegt að ég er að fríka út á því að búa hjá mömmu (sem reyndar er búin að vera snillingur í að þola mig og mitt mislyndi...en c'mon hversu lengi getur hálf-fullorðinn maður/strákur búið heima án þess að verða skrýtinn! en það fer nú að styttast í flutninginn þannig að ég vona að ég haldi sönsum í þrjár vikur í viðbót!!!!

hef mikinn áhuga á konseptlist (fyrir þá sem vita það ekki) og er minna fyrir að mála eða túlka það sem fyrir augu min ber. skemmtilegra finnst mér ef mynd/skúlptúr/bygging er afleiðing einhvers atburðar eða ferlis (happening) og staðfestir hann (manifest....-líkt og beygla á ljósastaur er manifest/minnismerki um það þegar bíll keyrði á hann).

eftirfarandi er uppúr bók YOKO ONO, INSTRUCTION PAINTINGS .

PAINTING FOR THE WIND

Cut a hole in a bag filled with seeds of any kind
and place the bag where there is wind.

laugardagur, ágúst 09, 2003

Fór á smá djamm í gærkvöldi. byrjaði á því að fara með olgu og systrum hennar tveim; birnu og möggu á opnun THE BAGLE HOUSE á grensásvegi en Loftur bróðir þeirra stendur að þeim stað ásamt fleirum. þar fengum við bjór og BEYGLUR sem voru hrikalega góðar. vissuði til hvers gatið í miðjunni á beyglum er???? huh, hélt ekki....-götusölumenn í póllandi (en þar er beyglan upprunin....vissuð það ekki, nei!) þræddu þær uppá sköft til að auðveldara væri að bera þær. farið á grensásveg (gegnt dominos) og smakkiði beyglu!

eftir beyglurnar fórum við svo á KAFFI KÚLTÚR og horfðum á smá jazzbræðing og ég hljóp yfir á GRAND ROCK og náði einu lagi með TRABANT! við systurnar helltum í okkur bjór frá hinum ýmslu löndum á KÚLTÚR auk þess sem tequila var gjarnt á að birtast við borðið (algjörlega óumbeðið...). enduðum svo á VEGAMÓTUM þar sem við hittum loft ”bróður” og gengið hans. þar hitti ég einnig ODDGEIR frænda ....en við vorum skýrðir saman í DÓMKIRKJUNNI (vissuð það ekki, nei!).

í dag fórum við krakkarnir á GAY PRIDE í greeeeenjandi rigningu (reiði guðanna????). var mjög hissa á því hvað það voru margir sem létu sig hafa það og sýndu stuðning. ef ég hefði verið hommi (sem ég er ekki....það vissuði þó!) þá hefði ég klökknað! salvar spurði hvað hommar gerðu....-ekki auðvelt að útskýra það án þess að verða full grafískur...


ÝSAN (úr bókinni Þjóðsögur og ævintýri)

einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undur eyruggana, og sér þar síðan svarta bletti á ýsunni. það eru fingraför djöfsa. ýsan tók þá viðbragð mikið og rann úr klóm kölska, og er þar svört rák eftir ýsunni, sem klær hans strukust um báðum megin á hliðunum.

af hverju ætli ég sé svona útskeifur?

föstudagur, ágúst 08, 2003

TÓNLEIKAR Í KVÖLD!
á KAFFI KÚLTÚR spilar ANGURAPI (ókeypis inn!)
og á GRAND ROCK spila sniiiillingarnir í TRABANT
(1000 kallinn) byrjar hvoru tveggja um 23
ég dró ELLA í bæinn í gærkvöldi. við byrjuðum á gauknum þar sem við sáum BÚDRÝGINDI, jawholl! þetta voru snilllldartónleikar enda er ekkert sem bítur live tónlist. þetta var helvíti þétt og þungt. Hefði eflaust slegið á sterkustu geðdeyfðarlyf! sérstaklega vorum við elli skotnir í trommaranum. hef í kjölfarið tekið þá ákvörðun að verða besti luft-trommuleikari landsins og mun leggja allt í sölurnar þar til því takmarki er náð. kannski ættleiði ég bara þennan trommara því strákarnir í búdrýgindi eru bara fjórtán ára og tæknilega séð gæti ég verið pabbi þeirra (og tölfræðilega eru meiri líkur á því að ég sé pabbi þeirra allra en að ég vinni í lottóinu....-spáið í það!)!!

Éttu skít með hníf og gaffli
búðu svo til gott kaffi
hafðu það í stórum bolla
farðu svo heim heimska rolla
(búdrýgindi)

SVO fórum við á coffee shop 11 og þar var "slam poetry" (svona rapp hringur þar sem er dj og míkrófónninn gengur á milli þeirra sem vilja "tjá sig"). það var svoldið gaman að sjá. enduðum á ölstofunni eftir gott kvöld.

SPURNING AF VÍSINDAVEFNUM: Úr því að að svarti kassinn í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?
(www.visindavefur.hi.is)

(tölulegar staðreyndir:)
VISSIR ÞÚ AÐ Í GÆR:

-var ég 84kg
-var ég 187cm
-drakk ég 1.5l kók (samtals 1800KJ)
-borðaði ég þykkmjólk í morgunmat.
-borðaði ég lauksúpu + kók í hádeginu
-borðaði ég slatta af werthers original (sigrún á stofunni var að koma frá útlöndum)
-borðaði ég fjórar ristaðar brauðsneiðar með Léttu og kjúklingaáleggi (aðeins 0,7 % fita) og osti (17%) i kvöldmat
-drakk ég hálfan líter af víking (hefði kosið thule)
-keyrði ég 30km (skvmt borgarvefsja.is)
-gekk ég c.a. 4km (skvmt borgarvefsja.is)
-eyddi ég 7770kr (lauksúpa + kók í hádeginu með olgu vinkonu á vegamótum =700kr, plast til að prenta á boli =1290kr, galabuxur í debenhams 3790, skyrta + bolur í zöru 1390, bjór á gauknum 600)
-skipti ég um nærbuxur
-skipti ég tvisvar um sokka
-fór ég einu sinni í sturtu
-borðaði ég eitt eitt sett


fimmtudagur, ágúst 07, 2003

gott fólk (taki það til sín sem eiga)...þetta er debutið á blogginu! (klapp klapp). eftir mikinn þrýsting í kjölfar "jói's julekalender" fyrir jólin í­ fyrra og sunnudagspistilsins síðasta vetur hef ég ákveðið að deila lífi mínu í rí­kara mæli með ykkur (oh, en sætt!). í dag, daginn sem sólin hætti að skína og morgunablaðið upplýsti um að mörg ljón væru á vegi nakins göngumanns (...).

helst í fréttum að ég er aftur orðinn smáskífa (burumm-tsí!) eftir að við sunna hættum saman. pínu leiður strákurinn en blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. þigg hins vegar flannels náttföt, bland i poka og dós af haggen dass ís. einnig mundi ísskápur koma sér vel í nýju íbúðina...

fór annars og vígði kajak/kanóinn hans pabba á hvítá í gærkvöldi með bróður mínum og pápa. við keyrðum eh uppfyrir bústaðinn og rérum svo á þessum mjög svo vinstrisinnaða báti aftur niður að sumó (kominn með frekar massaðan brjóstkassa....vinstra megin...) tæplega klukkustunda ferðalag...sehr schön! Þetta var um níu leytið í gærkvöldi og það var blankalogn og sól. gaman að sjá landið frá þessu sjónarhorni. annar heimur/vídd. TAKIÐ YKKUR NÚMER...’CAUSE I´M GOING AGAIN!

ANNARS VILL ÉG MINNA ALLA Á HOD TÓNLEIKANA Í OSLÓ NÆSTU HELGI!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?