<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 05, 2004

GÆSAHÚÐ: Pixies til Íslands í maí! 

Ný skyndilega, eftir langa þögn sé ég ástæðu til að blogga því Pixies eru að koma til landsins!!!!!!!!!! Hamingjan hefur gripið mig heljartökum og ég er byrjaður að leita eftir tjaldi til að tjalda fyrir utan miðasöluna hálfum mánuði áður en byrjað verður að selja miða!!!

Bandaríska rokkhljómsveitin Pixies er að koma saman aftur og mun halda tónleika hér á Íslandi þann 26. maí í Kaplakrika. Hljómsveitin var stofnuð í Boston árið 1986 og starfaði til ársins 1992 en hefur nú komið saman á ný og fer í tónleikaferð um Bandaríkin í apríl.
Hljómsveitin gaf út fimm breiðskífur á árunum frá 1987 til 1991 og árið 2003 valdi tónlistartímaritið NME plötuna Doolittle sem aðra bestu poppplötu allra tíma.

Pixies fer í tónleikaferð í Bandaríkjunum í apríl og maí og leikur m.a. á tónlistarhátíðinni í Coachella Valley í Kalíforníu ásamt Radiohead og Kraftverk. Að því loknu fer hljómsveitin til Evrópu og verða fyrstu tónleikarnir hér á landi þann 26. maí.

Það er tónleikafélagið Hr. Örlygur sem flytur Pixies inn. Samkvæmt sérstökum óskum Pixies mun Ghostigital hita upp.

sunnudagur, janúar 25, 2004

dorrit lifi!!!!!! (og ég meina það) 

Dorrit Moussaief, forsetafrú, sýndi mikilvægt fordæmi fyrir stuttu þegar hún lýsti skoðunum sínum á stjórnarháttum í Ísrael.

getur einhver sagt mér af hverju í andsk. það er ekki hægt að downlóda kók og prins af netinu???? 


föstudagur, janúar 16, 2004

____________ 

Bíllinn var orðinn einn af fjölskyldunni og hann átti sitt eigið herbergi, rétt einsog aðrir fjölskyldumeðlimir. Húsbóndinn velti því meira að segja fyrir sér hvort hætt ætti að gera hurð úr svefnherbergisganginum og inní bílskúrinn, herbergi bílsins.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Að hanna óþarfa hlut  

Á morgun ætla ég að byrja að kenna sköpun hluta og hugsana. hinir lánsömu verða nemendur úr hönnunarbraut iðnskólans í hafnarfirði.

fyrsta verkefni þeirra verður að hanna óþarfa hlut (a piece of no practical use).

dæmi: kafbátur, án vélar, sem getur verið í mörg ár neðansjávar og berst með hafstraumunum.

annað dæmi um óþarfa hlut: kúla sem inniheldur hljóðnema og radíósendi.
önnur kúla sem inniheldur hátalara. nemur hljóðið frá hinni.
báðar kúlurnar ganga manna á milli. enginn má hafa þær í meira en hálftíma. ferðalag kúlnanna um jörðina...samband manneskjanna sem halda á kúlunum.

þriðja dæmið um óþarfa hlut: Ljós sem lýsir upp herbergi sem enginn er í.

..................hlutir sem ekki er endilega virði sem hlutur en virði sem hugsun.

Nú hlakka ég til að sjá ykkar hugmyndir í shout-outinu !mánudagur, desember 15, 2003

getur einhver tölvunörd sagt mér hvað varð af öllum shout outunum. þau eru horfin! er ég fórnarlamb tölvuþrjóts???

the old man and his shoes: að leggja skóna á hilluna vs að frysta þá. 

er að fara til skotlands á fimmtudag að blaknördast. þetta held ég að verði síðasta blakferðin mín því ég held ég leggi skóna á hilluna (er ypsilón í hilla....man það aldrei. það er amk ypsilón í hilla á norsku: hylle) og sprayi þá gyllta. er meira að segja búinn að hanna hilluna. nema að ég setji skóna í formalín og varðveiti þannig bæði skóna og sveppi og gerla sem hafa vaxið og þroskast í skónum á undanförnum misserum. ókosturinn er sá að bæði skórnir og örverurnar verða þannig "read-only". þeas það verður ekki hægt að nota þær né skóna í þágu neins. En ef ég frysti skóna væri hægt að nota þessar örverur í þágu mannkyns í framtíðinni og hugsanlega nota þær til að lækna einhverja ólæknandi sjúkdóma. og þá væri líka hægt að taka þá fram/afþýða í sama ásigkomulagi ef einhver skyldi koma og bjóða mér ógurlegar fúlgur fjár fyrir að spila eða ef einhverjum dettur í hug að búa til bíómynd um mig og vill nota hina goðsagnakenndu skó. ókosturinn er að sjálfsögðu að frystihólfið í ísskápnum er bara svo og svo stórt og er þegar fullt af kjúklingatilboðum úr krónunni og bónus og ýmiskonar góðgæti sem mamma hefur laumað að mér. því yrði ég annaðhvort að halda kjúklinga feast (sem gæti þá verið um leið lokahóf mitt...farvel), gefa mæðrastyrksnefnd kjúklinginn eða að kaupa frystikystu.

það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hafa svona marga valkosti endalaust en ég hef sem betur fer fram að vori að ákveða.

....nema að ég setji þá á uppboð hjá sotheby's og láti ágóðann renna til kaupa á frystikystu...laugardagur, desember 06, 2003

lystahátíð lesblyndra 

á morgunn, sunudag, verður haldin lystahátíð lesblinndra. mér finst umm að gera að halda uppá það að vera lélegur í stafssetníngu!


föstudagur, desember 05, 2003

statement II (af gefnu tilefni) 

mér finnst að það ætti að framleiða plastparket sem liti út eins og plast en ekki einhver viður. svo getur fólk bara tekið myndir af alvöru parketi og rammað inn í stofunni. huhh!

fyrirgefiðfyrirgefiðfyrirgefiðfyrirgefið 

fyrirfyrirgefiði bloggleysið,það er búið að vera vitlaust að gera hjá mér. ég hætti í vinnunni og er að skila boðs-hönnunarsamkeppni um siglingaklúbb í nauthólsvík á mánudag. var svo boðin vinna í dag sem ég verð nú eiginlega að taka því ég er svo praktískur (hóst). er búinn að lofa að teikna hitt og þetta fyrir jól, þannig að allt í einu hef ég langt uppfyrir haus að gera. þar fyrir utan munum við náttúrulega vinna þessa samkeppni og þá þarf að detail hanna 1500m2 fyrir apríl. ÞEGAR það gerist verð ég í tveimur vinnum. æj,held ekki að ég muni eiga líf eftir áramót. en það getur líka verið gaman...

en lofa að blogga fullt eftir helgi. á þriðjudag kemur nýtt og ferskt blogg, vitiði til!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?